22/12/2024

Við viljum vegrið!

645-vegrid1 Nú er unnið að uppsetningu vegriðs á Djúpvegi nr. 61 þar sem hann liggur yfir Víðidalsá, rétt sunnan Hólmavíkur. Einnig er ætlunin að setja vegrið á sama vegi á nokkrum stöðum á Steingrímsfjarðarheiði í þessari lotu. Full þörf er á vegriði á þessum slóðum og raunar miklu víðar á Ströndum. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur sérstaklega bent á mikilvægi þess að vegrið verði sett á neðri kantinn í norðanverðum Kollafirði þar sem leiðin liggur um Forvaða og víðar þar sem kanturinn er mjög brattur og langt niður í fjöru. Einnig má sérstaklega benda á Slitrin í Bitrufirði og marga fleiri staði.

645-vegrid

Unnið að uppsetningu vegriðs við Víðidalsá á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson