22/12/2024

Við erum að vestan!

Föstudaginn 29. október nk. kl. 20.00 halda Kvartett Camerata og Meg@tríó tónleika í Bjarkalundi og laugardaginn 30. október nk. kl. 16.00 í kirkjunni á Hólmavík. Kvartett Camerata skipa systurnar Mariola og Elzbieta Kowalczyk, tónlistarkennarar í Vesturbyggð, Magnús Ólafs Hansson, verkefnastjóri í Vesturbyggð, og Trausti Þór Sverrisson skólastjóri á Tálknafirði. Kvartettinn var stofnaður í Bolungarvík á vordögum 2001 og hefur komið fram bæði hérlendis og erlendis.


MEG@tríóstendur fyrir Mariola – Elzbieta – Gestur. Það var stofnað haustið 2009. Tríóið samanstendur af kennurum Tónlistarskóla Vesturbyggðar, þeim Maríolu og Elzbietu Kowalczyk og Gesti Rafnssyni verslunarstjóra á Patreksfirði. Efnisskrá tónleikanna er afar fjölbreytt.