08/10/2024

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fékk Eyrarrósina

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem haldin er á Ísafirði um páskana fékk rétt í þessu afhenta Eyrarrósina við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Eyrarrósin eru helstu verðlaun sem afhent eru til menningarverkefna á landsbyggðinni og eru ár hvert veitt einu framúrskarandi verkefni. Fylgja peningaverðlaun að upphæð 1,5 milljónir. Á síðasta ári fékk Strandagaldur Eyrarrósina fyrir Galdrasýningu á Ströndum og önnur verkefni, þannig að segja má að íbúar Vestfjarðakjálkans séu svo sannarlega framarlega á landsvísu á menningarsviðinu.

Ljósm.: Sigurður Atlason