22/11/2024

Vetur konungur minnir á sig

Í dag minnti Vetur konungur á að hann er ekki dauður úr öllum æðum og skellti á skafrenningi og snjókomu á Ströndum. Ófært er um Steingrímsfjarðarheiði og stórhríð norðan Hólmavíkur, en það gengur á með öflugum éljum sunnan Hólmavíkur. Hvöss norðvestanátt er samkvæmt vef Vegagerðarinnar, 23 metrar á sekúndu á Ennishálsi nú á sjötta tímanum, og lítið ferðaveður. Ritstjóri strandir.saudfjarsetur.is fór út í gönguferð með myndavélina til að reyna að festa fjörið við sunnanverðan Steingrímsfjörð á filmu, enda finnst honum gaman að vera úti í vondu veðri eins og Jóni afa hans á Broddanesi fannst líka.

Vetur á Kirkjubóli – ljósm. Jón Jónsson