14/11/2024

Stormi spáð í dag

Í morgun var suðvestlæg átt og nokkuð hvasst, en norðvestan til á landinu og þar með á Ströndum er spáð suðvestan 18-23 m/s í dag og stöku skúrum, en svo á að lægja heldur síðdegis. Suðaustan 5-10 í kvöld, en vestlægari á morgun. Hiti 5 til 10 stig. Vegir sunnan Bjarnarfjarðar eru auðir, en á veg Vegagerðarinnar segir að snjór eða krap sé á vegi um Steingrímsfjarðarheiði og norður í Árneshrepp. Óveður er sagt á Steingrímsfjarðarheiði og þar er vindhraðinn nú klukkan 8:00 um morgun 20 m/s.