04/10/2024

Framboðsfundur verður ekki í beinni á netinu

Því miður verður sameiginlegur framboðsfundur J-lista og V-lista í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld ekki sendur út í beinni netútsendingu eins og til stóð. Komið hefur í ljós að ekki er netsamband í Félagsheimilinu, þannig að ekki er hægt að koma slíkri útsendingu við vandræðalaust með skömmum fyrirvara. Því verða þeir sem áhuga hafa á fundinum að mæta á staðinn til að fylgjast með, en fundurinn byrjar kl. 20:00.