12/09/2024

Vetrarstarfið að hefjast hjá Glæðum

í gærkvöld var haldinn fyrsti fundur vetrarins hjá kvenfélaginu Glæðum á Hólmavík. Rætt var um vetrarstarfið, en í haust verður kvenfélagið 80 ára og ætla félagsmenn að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni af því. Hefur helst verið rætt um leikhúsferð. Haldinn er a.m.k. einn fundur í mánuði og í tengslum við þá er oft unnin handavinna og jafnvel kennsla á því sviði. Ef einhverjar konur hafa áhuga á að ganga í félagið þá er best að hafa samband við stjórnarmenn, Brynju Guðlaugsdóttur, Ragnheiði Ingimundar eða Aðalheiði Ragnarsdóttur. Hægt er að vera ár til reynslu og hætta þá án þess að borga félagsgjald ef mönnum líkar ekki.