22/12/2024

Vetrarstarf hjá kvenfélaginu Glæður


Vetrarstarfið hjá kvenfélaginu Glæðum á Hólmavík og nágrenni er að hefjast og eru allar konur í Strandabyggð sem áhuga hafa á verkefnum sem kvenfélagið fæst við hjartanlega velkomnar til þáttöku í starfinu. Starfsemin í vetur hefst mánudaginn 24. september næstkomandi, með fundi í húsi kvenfélagsins Glæðum að Kópnesbraut 7. Fundurinn hefst klukkan 20:00.