09/09/2024

Veldu Strandamann ársins 2007

Sandra DöggNú er hafin kosning á Strandamanni ársins 2007 hér á strandir.saudfjarsetur.is. Í fyrri umferð er óskað eftir tilnefningum ásamt stuttri umsögn þar sem fram kemur af hverju ykkur finnst sá einstaklingur sem þið veljið eiga skilið að fá þennan titil. Í seinni umferð verður valið á milli þeirra þriggja sem fengu flestar tilnefningar í fyrri umferð. Þú verður að skrifa fullt nafn undir til að atkvæðið þitt sé tekið gilt. Kosningin á Strandamanni ársins er að þessu sinni haldin í samvinnu strandir.saudfjarsetur.is og Gagnvegar. Hægt er að skila tilnefningum til þriðjudagsins 22. janúar og tilnefningar eru sendar á þessari síðu.

Kosning á Strandamanni ársins er hugsuð til að vekja þátttakendur til umhugsunar um það sem vel var gert á árinu. Tökum þátt og höfum gaman af!

Strandamaður ársins hefur verið valinn þrisvar sinnum á vefnum strandir.saudfjarsetur.is og fyrsta árið í samvinnu við blaðið Fréttirnar til fólksins. Þeir sem hafa verið valdir eru Sverrir Guðbrandsson eldri á Hólmavík sem var Strandamaður ársins 2004, Guðbrandur Einarsson frá Broddanesi sem var Strandamaður ársins 2005 og Sandra Dögg Guðmundsdóttir á Drangsnesi sem var Strandamaður ársins 2006.