28/05/2024

Vegur um Arnkötludal – 800 milljónir

Frá HólmavíkÍ greinargerð og frumdrögum að lagningu vegarins um Arnkötludal milli Steingrímsfjarðar og Reykhólasveitar sem verkfræðifyrirtækið Línuhönnun í Reykjavík hefur unnið fyrir Leið ehf, kemur meðal annars fram að framkvæmdin muni kosta á bilinu 780 – 800 milljónir króna og að framkvæmdin muni borga sig upp á tíu árum.

Í forsendunum er ekki gert ráð fyrir að innheimt verði sérstakt veggjald af notendum vegarins. Einnig kemur fram í skýrslunni að umferð að meðaltali á sólarhring verði um 165 bílar eða um 60.000 bílar á ári og að umferðin aukist í 90.000 bíla á næstu tuttugu árum. Á næstu dögum verður lokið við umhverfismatsskýrslu vegna lagningu vegarins og hún síðan send Skipulagsstofnun til meðferðar. Í framhaldinu verður for- og verkhönnun vegarins boðin út ef fjármögnun tekst og þá verður mögulega hægt að bjóða verkið út sem gæti orðið sex til átta mánuðum síðar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leið ehf sem hefur unnið að framgöngu framkvæmdarinnar mörg undanfarin ár.