03/05/2024

Vegleg bókagjöf

Á hundrað ára afmæli skólahalds á Hólmavík afhenti Steinunn Ingimundardóttir frá Reykjarfirði við Ísafjarðardjúp Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík og Héraðsbókasafni Strandamanna veglega bókagjöf. Hún gaf hana fyrir hönd fjölskyldu sinnar í tilefni þessara merku tímamóta. Bókagjöfin inniheldur 50 bókatitla á sviði náttúruvísinda  til Grunn- og Tónskólans á Hólmavík og 90 bókatitla til Héraðsbókasafns Strandamanna. Þetta er kærkomin styrkur fyrir nemendur og aðra íbúa í Strandabyggð. Gjöfin er tileinkuð minningu foreldra Steinunnar, Ingimundar Ingimundarsonar og Maríu S. Helgadóttur sem lengi bjuggu á Hólmavík. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir Steinunni Ingimundardóttur og fjölskyldur hlýjar þakkir.

bottom
atburdir/2011/640-bokagjof4.jpg
Bókagjöfin afhent – ljósm. Jón Jónsson