03/05/2024

Bundið slitlag á vegarspotta í Árneshreppi

580-melar-arneshr

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að hækka og breikka nokkra vegarkafla innansveitar í Árneshreppi og nú er verið að setja bundið slitlag á þessa kafla. Heildarvegarlengdin er tæpir 2 kílómetrar en um er að ræða vegakafla framhjá Hótel Djúpavík, frá Finnbogastöðum og norður fyrir Árnes, við Mela og loks frá króknum í Norðurfirði að Steinstúni. Vegagerðin greip tækifærið til að fá Borgarverk til að sjá framkvæmdirnar við þetta verkefni, en þeir eru að leggja klæðningu á Gjögurflugvöll. Bundna slitlagið í Árneshreppi er gleðiefni fyrir bæði ferðafólk og íbúa. Myndin hér meðfylgjandi er af Melum.