28/03/2024

Vegagerðin að hefjast í Gautsdal

Verktakinn Ingileifur Jónsson ehf sem var lægstbjóðandi í vegagerðina um Arnkötludal er byrjaður að flytja tæki og tól sem nota á við vegagerðina í Gautsdal. Það styttist því að vegagerðin hefjist fyrir alvöru í Gautsdalnum og verða höfuðstöðvar vinnuflokksins í Króksfjarðarnesi. Ekki er gert ráð fyrir að unnið verði að ráði Strandamegin í Arnkötludalnum á þessu ári. Þrír undirverktakar taka þátt í verkinu, Fossvélar á Selfossi sjá um efnisvinnslu, Suðurverk um sprengingar og Borgarverk um klæðningu. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki haustið 2009.

Grafa kominn á staðinn

Verktakarnir hafa m.a. leigt félagsheimilið Vogaland í Króksfjarðarnesi

Stórvirkum vinnuvélum á væntanlega eftir að fjölga á næstunni

vegamal/580-gautsdalur3.jpg

Séð fram Gautsdal

vegamal/580-gautsdalur1.jpg

Innar í dalnum. Gilsfjarðarmegin kemur vegurinn niður Gautsdal, en hæðin eða "geirinn" sem klífur Geiradalur í tvennt, og bærinn Valshamar stendur undir, skilur á milli Gautsdals og Bakkadals sem vegurinn um Tröllatunguheiði liggur um.

Ljósm. Björn Samúelsson