05/10/2024

Vegagerð í Reykhólahreppi

Vegagerðin hefur boðið út ný- og endurlögn á 2,6 km kafla á Vestfjarðavegi (60) í Gufudalssveit í Reykhólahreppi, frá Kraká að slitlagsenda á vestanverðu Skálanesi. Mikil þrengsli einkenna nú vegstæðið við Skálanes, blindbeygjur og vegurinn liggur við hús, en færist við framkvæmdina upp á bakkann fyrir ofan húsin. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. nóvember 2011, nema seinna lagið af bundna slitlaginu sem á að vera komið á veginn fyrir 15. júlí 2012. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Dagverðardal á Ísafirði og Borgartúni 7 í Reykjavík og skila á tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. janúar og verða tilboð opnuð korteri síðar, sjá nánar á www.vegagerdin.is.