05/11/2024

Guðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli

Guðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli um jólin hafa verið kynntar í dreifibréfi og er rétt að benda á að lítilsháttar breyting hefur orðið á tímasetningum frá fyrri árum. Messað er í Hólmavíkurkirkju á aðfangadag kl. 18:00, í Drangsneskapellu á jóladag kl. 13:30, í Kollafjarðarneskirkju á jóladag kl. 15:30, í Óspakseyrarkirkju á jóladag kl. 17:00 og í Árneskirkju annan jóladag kl. 14:00. Meðfylgjandi mynd af Kollafjarðarneskirkju tók Ingimundur Pálsson.