10/09/2024

Veðuryfirlit fyrir október

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is birtir að venju veðuryfirlit yfir liðinn mánuð frá einu mönnuðu veðurathugunarstöðinni á Ströndum, í Litlu-Ávík í Árneshreppi þar sem Jón G. Guðjónsson starfar. Október var umhleypingasamur og úrkomusamur þetta árið og oft hvassviðri. Vindur náði 12 vindstigum eða 35 m/s í kviðum þann 31. okt. Miklar skemmdir urðu af völdum hafróts (öldugangs) helgina 24.-25. október á Gjögurbryggju. Sjór flæddi einnig inn í kjallara á húsi á Gjögri og braut upp kjallaradyr. Fyrsti snjór á láglendi var að morgni 1. október, en þá var flekkótt jörð, en alhvít að morgni 2, dags mánaðarins.

Yfirlit yfir mánuðinn:

1:Norðan allhvass,él og snjókoma seint um kvöldið,hiti 1 til 3 stig.
2-3:Vestan,norðvestan og norðan,gola en kaldi þann 3,snjóél,frost frá 2 stigum upp í 4 stiga hita þann 3.
4:Norðaustan í fyrstu síðan breytileg vindátt,kaldi í fyrstu,síðan kul,smá él,frost frá -1 stigi til + 5 stiga hita.
5:Breytileg átt í fyrstu,andvari,síðan sunnan allhvass með rigningu,hiti 1 til 6 stig,hlýnandi veður.
6-7:Suðaustan gola þann 6,og þann 7 austan hvassviðri fram á dag,hiti 5 til 9 stig,rigning.
8:Suðvestan stinníngsgola,skúrir,hiti 5 til 9 stig.
9-10:Austan og norðaustan,stinníngsgola síðan stinníngskaldi,rigning,hiti 2 til 8 stig.
11:Norðvestan stinníngskaldi í fyrstu síðan gola,rigning eða skúrir,hiti 3 til 6 stig.
12-13:Norðaustan kaldi uppí allhvast,skúrir síðan rigning þann 13,hiti 3 til 6 stig.
14:Sunnan eða breytileg vindátt,andvari eða kul,lítilsháttar rigning um morgunin,hiti 2 til 7 stig.
15:Norðaustan stinníngsgola,skúrir,hiti 3 til 5 stig.
16-17:Suðlæg vindátt,að mestu hægviðri,kul en stinníngskaldi eða allhvass um tíma að kvöldi 16 og fram á morgun þann 17,lítilsháttar rigning,hiti frá -1 stig og upp í 8 stiga hita.
18-20:Norðan og Norðaustan Stinningskaldi en hvassviðri þann 20,snjókoma síðan él,hiti frá – 2,0 stig og upp í 2 stiga hita.
21:Suðvestan gola,úrkomulaust,frost frá 1 stigi uppí 2 stiga hita.
22-27:Norðaustan eða Norðan gola,stinníngsgola,hvassviðri 24 og 25,slydda,snjókoma síðan él,hiti frá 3 stigum niðrí 3 stiga frost.
28:Suðvestan kaldi,slydda síðan snjókoma,frost frá 4 stigum upp í 2 stiga hita.
29-30:Breytilegar vindáttir kul eða gola,en kaldi um kvöldið 30,úrkomulaust,hiti frá 4 niðrí 0 stig.
31:Suðvestan stormur eða rok,smá skúrir um kvöldið,hiti 6 til 8 stig.

Úrkoma mældist 110,9 mm, en í október 2007 var hún 204,5 mm.
Úrkomulaus dagur var aðeins einn.
Mestur hiti var 10. október, 9,2 stig.
Mest frost var 28. október, -4,5 stig.
Jörð var alhvít í 10 daga, flekkótt í 9 daga og auð í 12 daga.
Mesta snjódýpt mældist 13 cm þann 29. okt
Meðalhiti við jörð var 0,48 stiga frost, en í október 2007 var meðalhitinn 1,45 stiga hiti.
Sjóveður var oftast mjög slæmt, 23.-26. var stórsjór eða hafrót. Sæmilegt sjóveður dagana 6.,15.-17. og 30. október

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.