28/03/2024

Veðurhorfur

Veðrið á Ströndum er mjög þokkalegt nú kl. 11 fyrir hádegi, en veðurspáin er samt ekkert sérstök fyrir daginn. Gert er ráð fyrir austlægri átt, 8-15 m/s með snjókomu eða slyddu upp úr hádegi. Snýst svo í norðvestan 20-25 með snjókomu og skafrenningi í kvöld, en dregur úr vindi í nótt. Norðlæg átt, 5-13 og él á morgun. Hiti í kringum frostmark, en frystir í kvöld. 

Gleymum ekki smáfuglunum í þessum sífelldu umhleypingum.