15/04/2024

Veður og færð

Veðurspá Veðurstofunnar nú klukkan 10:00 að morgni, gerir ráð fyrir norðanátt 8-13 m/s og éljum í dag. Það á síðan að lægja síðdegis og létta til og spáð er hægviðri í kvöld. Austan og norðaustan 8-13 og stöku él verða á morgun síðdegis. Frost 1 til 10 stig, þannig að ekki verður jafn óskaplega mikil hálka og í gær, þó varað sé við hálku á vegum sunnan Hólmavíkur, við Steingrímsfjörð og Bjarnarfjörð á vef Vegagerðarinnar. Þar er um leið sagt þungfært í Árneshrepp og skafrenningur.

Á þessari síðu geturðu nálgast nýjustu upplýsingar hverju sinni um færð og veður á Ströndum og litið á vefmyndavélar Vegagerðarinnar á Steingrímsfjarðarheiði og Ennishálsi.