16/06/2024

Staðan batnar hjá Sauðfjársetri

Bassastaðasystkinin snúa Rannveigu í gangStaðan hjá Sauðfjársetri á Ströndum hefur batnað mikið á þessu ári. Safnið hefur gengið vel og komu um 2800 gestir í heimsókn í sumar. Nýverið fékkst mikilvægt vilyrði fyrir styrk af fjárlögum árið 2005 að upphæð 3 milljónir til húsakaupa og í framhaldi af því er verið að endurmeta stöðuna þessa dagana.

Sauðfjársetrið stendur fyrir ótal menningarviðburðum á Ströndum. Fyrir utan óteljandi kaffihlaðborð hafa margvíslegar hátíðir verið haldnar – krafta­keppni, Sumarhátíð, Dráttarvéladagur og töðugjöld, Meistaramót í hrútadómum, Furðuleikar á Ströndum voru til dæmis haldin síðasta sumar.

Einnig hafa frá upphafi verið haldnir fjölskyldudagar eins og leikjadagur, fjörudagur og göngu­dagar, að ógleymdum fjölskyldufótboltanum á sumrin. Einnig hefur setrið staðið fyrir bændahátíðum að hausti og fjölsóttri spurninga­keppni að vetri. Margt af þessum atburðum hefur verið fjölsótt og gestir vanalega skemmt sér ágætlega.

Framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins er Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli. Starfsemin hefur gengið vel og rekstur sýningar­innar er að mestu leyti eftir áætlun.

1

Mjög litlu munaði sumarið 2004 að rekstur sýningarinnar sjálfrar stæði undir sér. Fjármögnun verkefnisins og greiðsla stofnskulda hefur hins vegar gengið töluvert hægar en að var stefnt og munaði þar mestu um að nær engir styrkir fengust til framtaksins árið 2003, hæsti styrkur það ár var 300 þúsund frá Land­búnaðar­ráðuneytinu. Í árslok 2004 er því enn býsna fjarlægur draumur að Sauðfjársetrið standi traustum fótum fjárhagslega, þó ágætlega hafi gengið á þessu ári. Um 3000 gestir hafa heimsótt sýninguna í Sævangi á hverju sumri þessi fyrstu þrjú ár sem er mjög gott miðað við að markaðs­setning hefur nánast engin verið sökum fjárskorts.

Markmið aðstandenda Sauðfjársetursins er að ná jafnvægi í fjármálum Sauð­fjár­setursins á árinu 2005 og skjóta þannig styrkari stoðum undir áframhaldandi rekstur þess og tilveru. Stefnt er af öllum kröftum að því að rekstur á sýninguninni skili afgangi í fyrsta sinn sumarið 2005 og að jafnhliða takist að borga af lánum vegna húsnæðiskaupa og stofnkostnaðar við Sauðfjársetrið, auk þess sem framkvæmdastjóri sinni málefnum þess í hálfu starfi allt næsta ár sem væri sérlega mikilvægt skref í þá átt að efla framtakið og treysta það í sessi. Þá gefst líka tækifæri til að huga að frekari atvinnuuppbyggingu á svæðinu í tengslum við verkefnið.

Mikilvægur áfangi í þessu skyni náðist nú í árslok 2004 þegar fjárlaganefnd Alþingis lagði til 3 millj. styrk á fjárlögum 2005 til húsnæðiskaupa