28/03/2024

Veður á aðfangadag

JólaveðriðNú er komið vitlaust veður norður í Árneshreppi, kl. 9 í morgun var þar norðanátt 20 m/s og snjókoma. Töluvert hægara veður er ennþá í Steingrímsfirði, en skafrenningur og ofankoma, en á Ennishálsi er 19 m/s og stórhríð samkvæmt vef vegagerðarinnar. Vegir frá Guðlaugsvík til Hólmavíkur eru merktir þungfærir og á það líklega helst við Ennishálsinn. Snjór er á vegi milli Hólmavíkur og Drangsness. Veðurspáin gerir ráð fyrir vaxandi norðanátt og snjókomu, 15-20 m/s síðdegis. Frosti 5 til 10 stig.

Á annan í jólum á síðan að skipta um veðurlag, þá er spáð sunnan 5-10 m/s og slyddu en síðar rigningu vestantil á landinu. Þá snýst vindur í suðvestan 8-13 síðdegis með skúrum eða éljum vestan til. Hlýnandi og hiti víða 0 til 6 stig.