22/12/2024

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Vaxtarsamningur Vestfjarða, sem var kynntur í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þann 3. febrúar síðastliðinn, hefur nú verið birtur í heild sinni á vef Iðnaðarráðuneytisins. Í skýrslunni er að finna fjölmargar tillögur sem er ætlað að auka hagvöxt á svæðinu og fjölga atvinnutækifærum svo fátt eitt sé nefnt. Það er enginn vafi að þessi skýrsla er skyldulesning fyrir Strandamenn. Hún er unnin af Verkefnisstjórn um byggðaáætlun fyrir Vestfirði, en fulltrúi Strandamanna í stjórninni var Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri á Hólmavík. Vefslóðin til að nálgast skjalið fylgir hér með í fréttinni.

Skýrsluna er hægt að nálgast á þessari slóð: http://www.idnadarraduneyti.is/media/Acrobat/Vaxtarsamningur_Vestfjarda.pdf.

Skjalið er býsna stórt og því þurfa tölvunotendur að vera þolinmóðir meðan það er að hlaðast inn. Nánar verður rýnt í skýrsluna og þær tillögur sem í henni eru, innan skamms hér á strandir.saudfjarsetur.is.