19/07/2024

Færð og veðurhorfur

Færð á vegumNú er verið að moka vegi á Ströndum, suður Strandir frá Hólmavík, á Drangsnes og yfir Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er í Árneshrepp og um Bjarnarfjarðarháls, þæfingur í Bjarnarfjörð frá Drangsnesi. Nú laust eftir kl. 10:00 er vegurinn um Ennisháls og Steingrímsfjarðarheiði enn merktir þungfærir á vef Vegagerðarinnar. Veðurspáin fyrir næsta sólarhring gerir ráð fyrir fremur hægri breytilegri átt og það létti til. Frost verði 5-13 stig. Vaxandi austan og norðaustan átt í kvöld og nótt, 15-23 m/s á morgun og snjókoma. Minnkandi frost.