19/09/2024

Varað við erlendum fyrirtækjaskrám

Í tilkynningu frá Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík kemur fram að Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið út aðvörun vegna fulltrúa erlendra fyrirtækjaskráa sem hafa undanfarið sett sig í samband við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og leitað eftir staðfestingu á upplýsingum um viðkomandi fyrirtæki. Slík staðfesting felur stundum í sér, einhvers staðar í smáa letrinu, pöntun á birtingu upplýsinganna til þriggja ára með tilheyrandi kostnaði sem innheimtur er af nokkurri hörku. Borgi menn til að losna við áreitið berast yfirleitt nýjar rukkanir. Meðal slíkra fyrirtækja er INTERCABLE VERLAG AG og eitt ritið er Europian City Guide. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.stopecg.org