22/12/2024

Vantar fréttaritara

Til að halda úti vef eins og strandir.saudfjarsetur.is þarf að hafa margvíslegt efni til að moða úr. Því hvetur ritstjórn alla sem vettlingi geta valdið til að senda vefnum efni, myndir og fréttamola. Einnig vantar fleiri fasta fréttaritara sem senda reglulega pistla, sem víðast af Ströndum. Sjálfsagt er til dæmis fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki sem standa fyrir uppákomum að birta fréttir af viðburðum á vefnum, bæði fyrirfram og eftir á. Netfangið er strandir@strandir.saudfjarsetur.is – hafið samband ef þið hafið áhuga á að taka þátt í að halda vefnum í fullu fjöri.