04/10/2024

Vandræðalega fáar konur í Strandabyggð

Hreppsnefnd Strandabyggðar - ljósm. Kristín S. EinarsdóttirÍ nýjum tölum Hagstofu Íslands um íbúafjölda 1. desember síðastliðinn er hægt að forvitnast um ólík atriði eins og fjölda karla og kvenna í hverju sveitarfélagi eða aldurssamsetningu íbúanna. Þegar kynjahlutföll í sveitarfélögum á Ströndum eru skoðuð kemur í ljós að þau eru jöfn í Árneshreppi og Kaldrananeshreppi. Í Bæjarhreppi eru karlarnir tveimur fleiri en konurnar, en í Strandabyggð er staðan hreint ekki eins álitleg og í hinum sveitarfélögunum. Þar eru karlarnir 56 fleiri en konurnar, 281 á móti 225. Og á meðan körlum fjölgaði um 11 á milli ára fjölgaði konum um 5.