22/12/2024

Valdimar & Örn Eldjárn á Malarkaffi á Drangsnesi

Tónlistarmennirnir Valdimar og Örn Eldjárn verða næstu vikur á ferðinni um landið með tónleikaröð sem þeir kalla Júlí-gleði. Þeir stoppa á sínum uppáhalds stöðum á ferðalaginu og halda tónleika. Á fimmtudaginn 6. júlí mæta þeir á Malarkaffi á Drangsnesi og á dagskránni verða lög sem Valdimar hefur samið og sungið í bland við uppáhaldslög þeirra félaga, erlend og íslensk. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og fer miðasalan fram í nýju móttökunni á neðri hæðinni á Malarkaffi.