22/12/2024

Útgáfuhátíð Harry Potter á Galdrasafninu

Sjöunda og síðasta bókin um Harry Potter kemur út á morgun og hana verður hægt að nálgast strax á Galdrasafninu á Hólmavík ásamt öllum fyrri bókum um galdrastrákinn vinsæla. Í bókinni þurfa Harry Potter og vinir hans að takast á hendur stórt verkefni þar sem þeirra bíður sú þraut að finna og eyða helkrossum hins mikla Voldemorts. Sagan gerist að mestu leyti utan Hogwartskóla þar sem Harry, Ron og Hermione þurfa að taka á öllu sem þau eiga til að halda lífi. Galdrasamfélagið er nú undir stjórn drápara en Fönixreglan gerir sitt besta til að veita þeim andspyrnu. Af tilefni útgáfunnar verður Galdrasafnið á Hólmavík opið frá klukkan 16:00 og frameftir kvöldi. Óvæntur viðburður verður kl. 20:00 og stendur yfir í um það bil tvær klukkustundir.


Fyrri Harry Potter bækurnar sex eru: Harry Potter og viskusteinninn, Harry Potter og leyniklefinn, Harry Potter og fanginn frá Azkaban, Harry Potter og eldbikarinn, Harry Potter og Fönixreglan, og Harry Potter og blendingsprinsinn en þær verður einnig hægt að kaupa á Galdrasafninu fram að jólum.