30/10/2024

Úrkomumet á Bassastöðum

Guðbrandur Sverrisson bóndi á Bassastöðum í Steingrímsfirði setti upp úrkomumæli á Bassastöðum í janúar síðastliðnum. Hann segir að þrátt fyrir að úrkoma í Steingrímsfirði komist líklega seint á heimsafrekaskrá þá var úrkoma síðasta mánudags sú mesta sem mælst hefur á Bassastöðum síðan mælingar hófust, eða 55,4 mm og það þrátt fyrir að rigningin og slyddan væru að mestu lárétt vegna hvassviðris. "Ég tók ekki saman tölur um úrkomu í maí, júní og júlí en þetta er líklega meiri úrkoma en þá þrjá mánuði samtals" segir Guðbrandur Sverrisson.