22/12/2024

Unnið í kirkjugarðinum á Kálfanesskeiði

Í kirkjugarðinumTöluverðar framkvæmdir standa nú yfir við kirkjugarðinn á Hólmavík og er verið að ganga frá hellulögðum göngustígum, plani, aðstöðuhúsi og minnismerki í garðinum, auk þess sem grafreitir eru skipulagðir og undirbúnir. Það er fyrirtækið Lystigarðar sem vinnur verkið og ganga framkvæmdirnar vel. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is leit við í kirkjugarðinum í dag og smellti af nokkrum myndum. 

Í kirkjugarðinum

frettamyndir/2008/580-kirkjugard2.jpg

Aðstöðuhúsið í garðinum verður fært, en stór steinkross kemur fyrir endann á göngustígnum þegar verki lýkur, en krossinn ku vera í Kína enn sem komið er.

– ljósm. Jón Jónsson