05/10/2024

Sólin skemmtir Strandamönnum

Síðustu daga hafa verið stillur, úrkomulítið og blíða á Ströndum, að undanskilinni síðustu helgi þar sem suðvestanáttin lét á sér kræla með úrkomu. Strandamenn hafa margir gaman af því að fylgjast með sólinni hækka á lofti með hverjum degi og fjöldi fólks hefur stundað útivist af kappi eftir jólin, gönguferðir, skíði og skauta. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is brá sér út í frostið og góða veðrið á Hólmavík með myndavélina í morgun, rétt í þann mund sem sólin lét sjá sig. Þegar hún lætur sjá sig fyrst á morgnanna bregður sólin rauðum bjarma á himinn og haf og endurspeglast líka skemmtilega í skautasvellinu við Galdrasýninguna.

0

Skautasvellið við Galdrasýninguna sem aldrei bráðnar

bottom

Smábátahöfnin á Hólmavík

Bryggjan á Hólmavík og Steingrímsfjörðurinn í baksýn

frettamyndir/2010/580-solaruppras6.jpg

Hólmavíkurkirkja

frettamyndir/2010/580-solaruppras4.jpg

Leikskólinn Lækjarbrekka

frettamyndir/2010/580-solaruppras2.jpg

Flutningabílar í rækjuleiðangri við Hólmadrang

Sólarupprás á Hólmavík í janúar – Ljósm. Jón Jónsson