04/10/2024

Unglingalandsmót á Ströndum 2010!!!

Þau gleðitíðindi voru að berast á Strandir að rétt í þessu hefði verið tilkynnt á Unglingalandsmóti í Þorlákshöfn, þar sem fjöldi Strandamanna er staddur, að Unglingalandsmótið 2010 verði haldið á Hólmavík. Þessu mun væntanlega fylgja mikil uppbygging og umbætur á íþróttaaðstöðu á svæðinu og ekki seinna vænna en að hefja undirbúning hið snarasta. Næsta ár verður unglingalandsmótið haldið í Grundarfirði, um verslunarmannahelgina að venju. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is óskar Héraðssambandi Strandamanna, Strandabyggð og Strandamönnum öllum hjartanlega til hamingju með þessi gleðitíðindi.