02/01/2025

Undirbúningur fyrir Bryggjuhátíð

Undirbúningur fyrir Bryggjuhátíðina á Drangsnesi sem haldin verður þann 22. júlí er kominn á skrið. Dagskráin er að taka á sig  mynd og verkefnin sem vinna þarf eru að hlaðast upp. En allt verður klárt á réttum tíma þegar margir hjálpast að eins og alltaf er fyrir Bryggjuhátíð. Nemendur Drangsnesskóla eru að setja upp ljósmyndasýningu. Hafa þau tekið myndir undanfarið og er nú búið að prenta þær út og í dag voru þau að plasta myndirnar þar sem þær verða sýndar utandyra og verður sýningin uppi fram eftir sumri.

Ljósm. Jenný Jensdóttir