22/12/2024

Umhverfisáhrif Vonarholtsvegar

Það styttist í að ýtur geti farið að láta til sín taka og opna veg á milli Stranda og ReykhólasveitarÍ fréttatilkynningu frá Leið ehf á heimasíðu félagsins kemur fram að Skipulagsstofnun hafi farið yfir drög að skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vonarholtsvegar, um Arnkötludal á milli Stranda og Reykhólahrepps. Skipulagsstofnun fékk drögin í sínar hendur skömmu fyrir síðustu áramót og hefur komið með ábendingar um það sem að mati stofnunarinnar má betur fara.

Ekki var um neinar verulegar athugasemdir að ræða, að því er fram kemur á vef Leiðar ehf, og ætti að verða unnt að fara að flestum ábendingum skýrslunnar.

Náttúrustofa Vestfjarða hefur umsjón með rannsóknum sem unnar hafa verið vegna umhverfismatsins og annast að mestu gerð skýrslunnar.

Stefnt er að því að endanlegri skýrslu um mat á umhverfisáhrifum verði skilað til Skipulagsstofnunar fyrir næstu mánaðarmót og má fljótlega í framhaldinu gera ráð fyrir að auglýst verði opinberlega eftir athugasemdum við henni.