13/12/2024

Veður og færð

Færð á vegumVeðurhorfur fyrir Strandir næsta sólarhring eru á þann veg að gert er ráð fyrir sunnan og suðvestan 8-15 m/s og rigningu í dag, en í kvöld mun hvessa og fara að snjóa. Næstu nótt verður að líkindum hvassviðri, suðvestan 18-23 m/s með éljum og vægu frosti. Vegir á Ströndum sunnan Hólmavíkur eru greiðfærir. Flughált er á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir á Selströnd að Drangsnesi. Ófært er norður í Árneshrepp, en þar er fært innansveitar frá Gjögri að Norðurfirði.