22/12/2024

Umhverfis Hólmavík á viku

.Í þemaviku Grunnskólans á Hólmavík sem stendur yfir, er einn hópur sem kallast Umhverfis Hólmavík á einni viku. Hópinn skipa þrír piltar og átta stúlkur af öllum stærðum og gerðum, stór og smá. Það eru þær Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir og Hrafnhildur Þorsteinsdóttir sem hafa umsjón með hópnum, en markmið hans er að heimsækja sem flesta vinnustaði á Hólmavík og sjá hvað fólk er að sýsla við allan daginn.

Hópurinn Umhverfis Hólmavík á einni viku heimsótti pósthúsið, Sparisjóð Strandamanna og KB banka á mánudaginn og í gær lagði hópurinn leið sína í rækjuverksmiðju Hólmadrangs og fiskvinnsluna Særoða. Þau skipuleggja einhvern leik eða spil á hverjum vinnustað og fá svo starfsfólk til að taka þátt.

Hópurinn vill koma á framfæri þakklæti til allra sem þau hafa heimsótt fyrir höfðinglegar móttökur og færði strandir.saudfjarsetur.is þessar myndir af öllu húllumhæinu.

Að spila í bankanum

1
Arnór að flokka póst

1
Ásdís í rækjuvinnslunni

atburdir/2005/grunnskolinn/350-0004.jpg
Guðmundur sparisjóðsstjóri í spili

atburdir/2005/grunnskolinn/350-0003.jpg
Gunnlaugur að leik


Í peningageymslu KB banka


Í Sparisjóði Strandamanna

.
Jón Örn og Arnór fylgjast spenntir með Sævari að flaka