13/09/2024

Rjúpnaskytta skilaði sér heil á húfi

Björgunarsveitir voru kallaðar út til að leita að rjúpnaskyttu sem saknað var í Bitrufirði kl. 18:00. Maðurinn skilaði sér heill á húfi um klukkan hálf sjö í kvöld. Maðurinn sem er á sjötugsaldri fór til veiða við annan mann í morgun og höfðu þeir mælt sér mót klukkan 16:00 í dag. Hann skilaði sér ekki og rétt fyrir klukkan 18:00 barst beiðni um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Kallaðar voru út fimm björgunarsveitir og svæðisstjórn kom saman í Húnabúð á Hvammstanga þaðan sem leitinni var stjórnað. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg þá voru einnig kallaðir út leitarmenn með sporhunda.