
Hópurinn Umhverfis Hólmavík á einni viku heimsótti pósthúsið, Sparisjóð Strandamanna og KB banka á mánudaginn og í gær lagði hópurinn leið sína í rækjuverksmiðju Hólmadrangs og fiskvinnsluna Særoða. Þau skipuleggja einhvern leik eða spil á hverjum vinnustað og fá svo starfsfólk til að taka þátt.
Hópurinn vill koma á framfæri þakklæti til allra sem þau hafa heimsótt fyrir höfðinglegar móttökur og færði strandir.saudfjarsetur.is þessar myndir af öllu húllumhæinu.
Að spila í bankanum
Arnór að flokka póst
Ásdís í rækjuvinnslunni
Guðmundur sparisjóðsstjóri í spili
Gunnlaugur að leik
Í peningageymslu KB banka
Í Sparisjóði Strandamanna

Jón Örn og Arnór fylgjast spenntir með Sævari að flaka