14/09/2024

Umboðsmaður Fræðslumiðstöðvar

Nú nýverið skrifuðu Kristín S. Einarsdóttir kennari á Hólmavík og Smári Haraldsson forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða undir samning um að hún yrði umboðsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar á Hólmavík. Hefur þetta verið í þróun í sl. vetur og skilað sér m.a. í auknu námskeiðshaldi á Ströndum. Meðal námskeiða í vetur var thailensk matreiðsla, hagyrðinganámskeið, tölvunámskeið fyrir byrjendur, námskeið á stafrænar myndavélar, námskeið í notkun GPS tækja og fleira. Þótti takast svo vel til að nú á að gera umboðsmanninn að veruleika

Umboðsmaðurinn hefur þær skyldur að hann á að fylgjast með námskeiðsþörf, hjálpa til við skipulagningu og taka við skráningu og aðstoða við markaðssetningu. Skyldur Fræðslumiðstöðvarinnar eru hins vegar þær að umboðsmaður sé ávallt vel upplýstur um starfsemi miðstöðvarinnar og fái tækifæri til að taka þátt í þróuninni einkum því sem tengist Ströndum.