27/02/2024

Flugeldasala í Bæjarhreppi

Flugeldasala í Bæjarhreppi verður með þeim hætti þetta árið að hægt verður að panta flugelda hjá Hannesi á Kolbeinsá í síma 451-0090 og verða þeir svo keyrðir út föstudagskvöldið 30. desember. Allur ágóði af sölunni rennur til kaupa á bíl fyrir Bæjarhreppsflokk Björgunarsveitarinnar Káraborgar.