19/04/2024

Tvær Strandakonur fengu verkefnastyrki

Tvö verkefni á Ströndum fengu úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna fyrir árið 2006 en það voru þær Lára Jónsdóttir á Hólmavík sem fékk 300.000 kr. til verkefnisins Minjagripir af Ströndum, en það er til að hanna gripi sem tengjast göldrum á Ströndum og galdraþema og verða einungis seldir þar. Sigrún Eggertsdóttir á Borðeyri fékk 400.000 kr. styrk til verkefnisins Borðeyri í búningi fortíðar en því verkefni er ætlað að koma upp kaffihúsi á Borðeyri í gamla verslunarhúsinu og vera um leið safn um verslunarstaðinn Borðeyri.

Það voru 43 konur á öllu landinu sem fengu styrk að þessu sinni og var samtals úthlutað tæpum 25 milljónum króna en alls bárust 180 umsóknir til sjóðsins.

Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja frumkvöðlastarf kvenna í þeim tilgangi að fjölga störfum og auka á fjölbreytni þeirra með það að stefnumiði að bæta lífsgæði. Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári og verður auglýst eftir næstu styrkumsóknum um næstu áramót.