04/10/2024

Tröllatunguheiði fær fjórhjóladrifnum

Tröllatunguheiði (vegur nr. 605) hefur nú verið mokuð og er á vef Vegagerðarinnar sögð fær fjórhjóladrifnum bílum. Sama gildir um Þorskafjarðarheiði (nr. 608) sem var mokuð fyrir fáeinum dögum, en Steinadalsheiði (nr. 69) er ennþá lokuð og ófær. Ef sveitarstjórnarmenn og menningarfrömuðir í Reykhólahreppi og á sunnanverðum Vestfjörðum eiga fjórhjóladrifsbíla, geta þeir þannig skellt sér styttri leiðina á undirritun menningarsamnings milli sveitarfélaga á Vestfjörðum í Sauðfjársetrinu í Sævangi á morgun. Eins má búast við að allmargir Strandamenn fari yfir heiði um helgina til að kíkja á vegaframkvæmdir í Gautsdal þar sem byrjað er að leggja veginn um Arnkötludal.