Veglegar veislur og hátíðahöld eru nú daglegt brauð á Ströndum, en í dag var Tónskólanum á Hólmavík afhentur flygill við hátíðlega athöfn. Fjöldi manns var viðstaddur tónleika í matsal Grunnskólans á Hólmavík og var svo þröngt á þingi að einnig var staðið á göngum og í hliðarsölum til að hlýða á tónana. Það voru nemendur og kennarar Tónskólans sem sýndu snilli sína og spiluðu á flygilinn nýja og fleiri hljóðfæri. Einnig var styrktaraðilum þakkað fyrir stuðninginn, en þar voru stórtækastir Verkalýðsfélag Vestfjarða og Sparisjóður Strandamanna, auk þess sem margir hafa lagt hönd á plóg við fjársöfnun og tónleikahald liðinn vetur.
Ein af skólahljómsveitunum – Fannar Freyr Snorrason, Anna Lena Viktorsdóttir, Magnús Einarsson og Dagrún Kristinsdóttir. Á myndina vantar Gunni Halldórsdóttir sem söng með sveitinni.
Daníel Freyr Newton og Viðar Guðmundsson taka smá spuna saman.
Glaðbeittir tónleikagestir.
Viðar Guðmundsson tónlistarkennari segir frá flyglinum og eiginleikum hans.
Arnar Jónsson formaður menningarmálanefndar Strandabyggðar hélt tölu.
Bjarni Ómar Haraldsson aðstoðarskólastjóri við Grunnskólann og tónlistarkennari.
Viðar Guðmundsson og Dagrún Kristinsdóttir.
Abbalögin spiluð sexhent á flygil – Eyrún Björt Halldórsdóttir, Elísa Mjöll Sigurðardóttir og Branddís Ösp Ragnarsdóttir. Fannar spilaði á trommu.
Fulltrúar styrktaraðila, Guðmundur B. Magnússon sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Strandamanna og Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Með þeim á myndinni eru Kristján Sigurðsson skólastjóri Grunnskólans á Hólmavík, Viðar Guðmundsson tónlistarkennari, Barbara Guðbjartsdóttir tónlistarkennari og Bjarni Ómar Haraldsson aðstoðarskólastjóri og tónlistarkennari. Á myndina vantar fjórða tónlistarkennarann á Hólmavík, Stefán Steinar Jónsson, sem var því miður veikur og missti af öllu fjörinu.
Veisluföngin voru glæsileg og lögðu foreldrar barna í Tónskólanum þar saman krafta sína
– Ljósm. Jón Jónsson