11/09/2024

Tónlistar- og jólaveisla í Reykjaskóla

Hin árlega Tónlistar- og jólaveisla í Reykjaskóla verður haldin dagana 8. og 9. desember n.k. Veislustjóri er að vanda Gísli Einarsson fréttamaður og Hljómsveitin Mannakorn sér um tónlistina í ár. Heiðursgestir að þessu sinni eru Bjarni Harðarson ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins sem mætir 8. desember og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem er heiðursgestur 9. desember. Á boðstólum verður hlaðið borð af kræsingum í anda jólanna og góð skemmtiatriði. Matseldin er sem fyrr í höndum Karls B. Örvarssonar. Miðaverð kr. 5.700- og tilboð er á gistingu báða dagana.