23/12/2024

Tómas Ponzi teiknar á Hamingjudögum

Dagskrá Hamingjudaga 2008 á Hólmavík hófst stundvíslega í morgun. Meðal annarra atriða verður Tómas Ponzi myndlistarmaður staddur í gamla Kaupfélagshúsinu við Höfðagötu í allan dag þar sem fólki gefst kostur á að láta teikna af sér portrett. Meðal þeirra sem hafa látið teikna sig í morgun er galdramaðurinn á Ströndum. Hann sat fyrir myndlistarmanninum í fullum skrúða þegar tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is átti þar leið í morgun. Afrakstur Tómasar af galdramanninum fylgir hér með. Hvert portrett kostar aðeins 1500 krónur, auk agnarögnar af þolinmæði í um það bil 30 mínútur.