20/04/2024

Lélegt smalaveður í dag

Þoka er nú á fjöllum uppi á Ströndum og gæti sett strik í reikninginn fyrir allar þær smalamennskur sem fyrirhugaðar eru í dag og um helgina. Villugjarnt er í þokunni og rétt að minna menn á að vera vel klæddir þegar lagt er upp og gott er að vera með nesti, orkudrykk og súkkulaði. Á 19. öldinni gerðist það til dæmis einu sinni að maður nokkur villtist á Steingrímsfjarðarheiði og liðu 16 dagar áður en hann komst aftur til byggða heill á húfi og hafði hann þá étið rætur og ber.