01/12/2024

Opin stjórnmálafundur á þriðjudag

Svæðisfélag Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á Ströndum stendur fyrir opnum stjórnmálafundi á Café Riis á Hólmavík á þriðjudaginn kemur, 17. nóvember. Á fundinn mæta Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður VG og Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi og fjárlaganefndarmaður. Hefst fundurinn kl. 20:00 og verður rætt vítt og breitt um stjórnmálin og einnig spjallað um komandi sveitarstjórnarkosningar. Allir eru velkomnir, hvar svo sem þeir standa í pólitík, enda kjörið tækifæri til að fá svör við ýmsu sem brennur á Strandamönnum varðandi störf og stefnu menntamálaráðuneytis og fjárlaganefndar.