22/12/2024

Tíu sundkappar syntu í hálfan sólarhring

Sundfólk úr sunddeild Ungmennafélagsins Geislans á Hólmavík þreytti
maraþonsund í alla nótt. Fyrsti sundmaðurinn stakk sér í laugina á miðnætti í
gærkvöldi og síðan syntu sundkapparnir hver á eftir öðrum látlaust fram að
hádegi í hálfan sólarhring og lögðu að baki ríflega 25 km. Það er sama vegalengd
og ef þau hefðu tekið sig til og synt eftir þjóðveginum frá Hólmavík á
Drangsnes, eða fram og til baka út í Grímsey frá Hólmavík. Að sögn Jóhönnu Ásu
Einarsdóttur sundþjálfara þá voru Hólmvíkingar einkar áhugasamir að styðja við
framtakið mep áheitum og hún gerir ráð fyrir að um það bil 100 þúsund krónur
hafi safnast í áheitasjóð. Upphæðin verður síðan notuð til kaupa á hverskyns
sundbúnaði. Ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is leit við í sundlaugina þegar sundfólkið tók
síðustu sprettina.

Sunddeild Geislans vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem studdu maraþonsundið með áheitum.

Anna Lena Victorsdóttir á harðaspretti


Guðjón Þórólfsson sló hvergi af og smaug ítrekað framhjá linsunni

ithrottir/2007/580-sundaheit07-10.jpg
Aðrir sundkappar fylgjast með síðustu sprettunum

ithrottir/2007/580-sundaheit07-08.jpg
Brynja Karen Daníelsdóttir og Sara Jóhannsdóttir

ithrottir/2007/580-sundaheit07-05.jpg
Dagrún Ósk Jónsdóttir og Agnes Björg Kristjánsdóttir

ithrottir/2007/580-sundaheit07-07.jpg
Gunnur Arndís Halldórsdóttir og Guðjón Þórólfsson

ithrottir/2007/580-sundaheit07-01.jpg
Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir og Magnús Ingi Einarsson


Fögnuður. Maraþonsundinu að verða lokið og allir kampakátir. Jóhanna Ása Einarsdóttir sundþjálfari er lengst til hægri á myndinni.

0
Það kom fram við óopinbera læknisrannsókn að sundköppunum hafði ekki vaxið sundfit á sprettunum

bottom
Brynja Karen 10 ára var yngsti þátttakandinn


Staðan tekin með Kela ritara sem stóð einnig vaktina og skráði öll afrekin niður

 Ljósm.: Sigurður Atlason