22/12/2024

Tippað frá París

Andstæðingur Bjarna Ómars Haraldssonar í tippleik strandir.saudfjarsetur.is þessa helgi er enginn annar en Sigurður Orri Kristjánsson, sonur Kristjáns Sigurðssonar sem Bjarni lagði einmitt að velli um síðustu helgi. Siggi er um þessar mundir staddur í París og því óhætt að segja að tippleikurinn sé í meira lagi alþjóðlegur, en Frakkland er þriðja landið sem leikurinn hefur viðkomu í. Kapparnir eru ósammála um meirihluta leikjanna á seðlinum og stóla á ólíklegustu lið til að fara með sigur af hólmi. Siggi er með keppnisskapið í góðu lagi að vanda – hann óskar Bjarna góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur eftir tap á laugardaginn. Hvort það gengur eftir kemur í ljós á morgun, en hér fyrir neðan gefur að líta spár helgarinnar:

1. Newcastle – Blackburn

Bjarni: Blackburn stóðu í hárinu á Bolton um síðustu helgi. Fullir af sjálfstrausti kremja þeir fram útisigur gegn Nýköstulunum. Tákn: 2.

Siggi: Tetta hlytur eiginlega ad verda leidinlegasti leikur umferdarinnar, baedi lidin algjorlega ofaer um ad skora. Hef samt a tilfinningunni ad Morten Gamst Pedersen takist ad laeda inn einu a 85. minutu. Takn: 2.

+++

2. Tottenham – Aston Villa

Bjarni: Tottenham tekur þennan, það er öruggt. Tákn: 1.

Siggi: Tottenham hafa verid ad spila mjog flottann bolta í vetur og munar tar mest um midju"skrimslid" Edgar Davids eda "The Bulldog" sem mer finnst lysa hans leikstil akaflega vel. Teir eru eiginlega bara med virkilega gott lid. Aston Villa stillir hins vegar sennilega upp med Milan Baros frammi, sa madur er sennilega med eitthverja ta lelegustu fyrstu snertingu sem sest hefur a fotboltavelli. Eg held meira ad segja ad Jon Jonsson se med betra "touch" a boltann. Allavega 3-0 fyrir Tottenham. Takn: 1.

+++

3. Bolton – Man. City

Bjarni: Eftir frækinn sigur á Man. Utd um síðustu helgi eru leikmenn City í undraverðum ham sem þýðir sigur á útivelli þrátt fyrir að Boltonmenn geti hangið í þeim. Tákn: 2.

Siggi: Hmm, eg er ansi hraeddur um ad Hráki Diouf verdi a skotskonum i tessum leik asamt Kevin Nolan. Tad dugar hins vegar ekki til sigurs tvi ad City eru med konginn sjalfann í sinum rodum. Tar er eg ad sjalfsogdu ad tala um Robbie Fowler, sem ad setur 2. Takn: X.

+++

4. Middlesbro – Wigan

Bjarni: Wigan undrið heldur sínu striki. Tákn: 2.

Siggi: Aeji, eg veit ekki. Wigan eru med flott lid, goda midju og spraeka framherja. Middlesborough hlytur samt ad rifa sig upp eftir neydarlegt 7-0 tap um sidustu helgi. Takn: 1

+++

 5. WBA – Sunderland

Bjarni: Sunderland á botnsætið þessa dagana og þurfa því verulega á sigri að halda. Leikmenn WBA  eru í svipaðri stöðu nálægt botninum en standa betur að vígi á heimavelli. Tákn: 1.

Siggi: Sunderland er einfaldlega med lelegasta lidid i deildinni og eiga ekki eftir ad sja til solar í tessum leik frekar en odrum. WBA med ljotasta mann deildarinnar innanbords (Earnshaw) taka tennan lett. Takn: 1.

+++

6. Birmingham – Portsmouth

Bjarni: Vandi er um slíkt að spá eins og segir í jólakvæðinu. Hér er á ferðinni ekta botnslagur. Bæði lið geta verið sátt við jafnteflið sem verður reyndin. Tákn: X.

Siggi: Eg hef fulla tru a Harry Redknapp og tessum kaupum hans. Ta serstaklega Mendez sem teir fengu fra Tottenham (hann skoradi einmitt loglegasta mark í heimi sem hefur ekki talid gegn United + Mike Riley í
fyrra). Birmingham hefur hins vegar litid sem ekkert uppa ad bjoda nema Riffilinn (Pandiani) sem virdist vera alveg tomur um tessar mundir. Takn: 2.

+++

7. Norwich – Watford

Bjarni: Watford ætti samkvæmt líkindaútreikningum mínum að taka félagana í Norwich á útivelli. Tákn: 2.

Siggi: Lettasti leikurinn a sedlinum. Eg aetla ad leyfa mer ad vera bjartsynn herna og tippa a 4-0 sigur minna manna. Ashton med trennu og Huckerby med eitt. Takn: 1.

+++

8. Burnley – Preston

Bjarni: Nú er komið að því að Burnley taki það. Þeir geta með sigri lyft sér upp um nokkur sæti og sannað sig. Tákn: 1.

Siggi: Tessi lid eru baedi í barattunni um saeti í umspilinu. Norwich er einmitt í teirri barattu lika. Preston eru med betra lid en heimavollurinn reynist Burnley monnum godur. Takn: X.

+++

9. Millwall – Wolves

Bjarni: Úlfarnir verða í feikna stuði og Millwall menn verða að sætta sig við tap á heimavelli. Tákn: 2.

Siggi: Eiginlega tad eina sem eg man eftir Wolves var tegar teir unnu Manchester United a mjog sannfaerandi hatt herna um arid. Teir hafa klarlega engu gleymt og klara tennan leik nokkud orugglega. Takn: 2.

+++

10. Luton – QPR

Bjarni: Pottþétt jafntefli. Tákn: X.

Siggi: Luton byrjudu timabilid frabaerlega en nu hefur adeins hallad undan faeti. QPR voru hins vegar tekktir Arsenal banar og hver man ekki eftir hjolaranum hja Trevor Sinclair herna fyrir nokkrum arum? QPR tekur tetta naumlega. Takn: 2.

+++

11. Leicester – Cardiff

Bjarni: Einhvernvegin finnst mér að Cardiff ætti hafa betur. Liðin þarna á botni 1. deildarinnar eins og Leicester hafa ekki nýtt færi sín nægjanlega vel. Tákn: 2.

Siggi: Johannes Karl (og felagar) fara i tennan leik alveg dyrvitlausir enda med slakt lid. Joi Kalli faer ad lita rauda spjaldid i neydarlegum tapleik. Takn: 2.

+++

12. Southampton – Ipswich

Bjarni: Er ekki komið að því að Southampton taki einn léttan sigur. Þessi tvö lið eru saman í kringum miðja deild svo þetta gæti farið hvernig sem er. Ég tek séns á heimasigri Southampton. Tákn: 1.

Siggi: Southampton fara sennilega strax upp aftur, enda fint lid tar a ferdinni. Ipswich kemur ekki til med ad sja til solar i tessum leik. Takn: 1.

+++

13. Coventry – Derby

Bjarni: Þrátt fyrir hetjulega baráttu skilja liðin jöfn eftir hrikalega leiðinlegan markalausan leik. Tákn: X.

Siggi: Coventry getur nu litid annad en batnad ur tessu. Innkoma Dennis Wise a abyggilega eftir ad skipta gridarlegu mali í fallbarattunni. 1-0 og Wise med markid. Takn: 1.

+++

Siggi: Jaeja, ta er tessu her med lokid fyrir hann Bjarna Omar. Eg vona hins vegar ad honum gangi betur í odru sem hann tekur ser fyrir hendur.