07/10/2024

Tilvonandi leiðsögumenn í Laugarhóli

Um síðustu helgi var heilmikið námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði og mættu þar nærri 40 tilvonandi svæðisleiðsögumenn í sína aðra helgarlotu í því námi. Helgin var þéttskipuð af margvíslegum fróðleik og kennslu um Strandir, náttúrufræði og sögu. Auk þess sem farið var í rútuferðalag með leiðsögn um Strandir, frá Broddanesi í Bjarnarfjörð. Var veður margvíslegt í ferðinni, en miklum fróðleik miðlað, stoppað á söfnum og sögustöðum, farið í gönguferð og margir athyglisverðir staðir skoðaðir.

0

bottom

atburdir/2010/580-leidsogn4.jpg

atburdir/2010/580-kirkjub-selur3.jpg

atburdir/2010/580-leidsogn1.jpg

Verðandi svæðisleiðsögumenn skoða undur Stranda – ljósm. Jón Jónsson