24/04/2024

Til hamingju Strandamenn

Sigurjón Þórðarson, þingmaðurAðsend grein: Sigurjón Þórðarson
Það var mjög ánægjuleg vígsluhátíð sem fram fór á nýjum og glæsilegum íþróttamannvirkjum á Hólmavík laugardaginn 15. janúar. Eitt af því sem setti skemmtilegan svip á vígsluna var hve virkan þátt unglingarnir á Hólmavík tóku í leik- og tónlistaratriðum.

Íþróttamannvirkin eiga án nokkurs vafa eftir að vera mikil lyftistöng fyrir allt mannlíf á Hólmavík. Ég er sannfærður um að við félagarnir Guðjón Arnar munum án ef nýta okkur sundlaugina og ég hef reyndar tekið stuttan sundsprett í lauginni og látið líða úr mér í pottinum. Reyndar er ég svo frægur að hafa att kappi í knattspyrnu við UMF Geislann nokkrum sinnum og þá lék ég með: Leikni í Reykjavík, Þrym Sauðárkróki og með hinu fornfræga ungmennafélagi Neista Hofsósi.

Ég man nú ekkert hver úrslit þessa  leikja en hitt man ég að það var tal liðsmanna aðkomuliðanna að alltaf mætti búast við mjög erfiðum leik ef togarinn var í höfn.

Nú er nánast allt til alls á Hólmavík: Nýtt íþróttahús, sundlaug og félagsheimili og alltaf er leiðin til Reykjavíkur að styttast og mun án ef styttast enn frekar. Nú er komið að því að efla atvinnulífið og nærtækasta og skynsamlegasta leiðin til þess er að aflétta þeim atvinnuhöftum sem hvíla á sjávarútvegi landsmanna. Enginn vafi er á því í mínum huga að ef að sjávarútvegsstefna Frjálslynda flokksins næði fram að ganga þá myndi lifna yfir öllu athafnalífi í sjávarbyggðunum og þar með talið á Hólmavík.

Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins.
www.sigurjon.is